Margverðlaunuð fyrir listsköpun í London Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 09:00 Síðustu ár hafa verið ævintýraleg hjá Kristjönu S. Williams. „Þetta er búið að vera dálítið brjálað ár en mjög skemmtilegt,“ segir Kristjana Williams, listamaður og hönnuður, sem á dögunum fékk H Club 100 verðlaunin. Þar var hún meðal þeirra tíu efstu sem verðlaunaðir voru en árlega eru valdir þeir sem eru taldir skara fram úr í hinum skapandi iðnaði í Bretlandi.Rak verslun í átta ár Kristjana útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Central St Martin's fyrir um áratug. Eftir útskrift opnaði hún búðina Beyond The Valley í London sem seldi list eftir ýmsa listamenn. Búðin gekk vel og rak hún hana í átta ár.„Eftir útskrift vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að gera þannig að ég opnaði þessa búð. Það var ótrúlega gaman og hún gekk mjög vel. Ég náði hins vegar mjög lítið að einbeita mér að minni eigin list. Árið 2011 þegar ég var ólétt af öðru barninu mínu þá hugsaði ég með mér að mig langaði að koma meira af þessum hugmyndum mínum út og fá bara að einbeita mér að listinni,“ segir hún.Margverðlaunuð Í kjölfarið stofnaði Kristjana eigin vinnustofu sem ber nafnið KSW Studio og hefur vaxið hratt síðan. Hún sér ekki eftir því enda hafa síðustu ár verið ævintýraleg og nú hefur hún fjóra aðila hjá sér í fullri vinnu. Hún hefur fengið fjölda verðlauna; meðal annars Clio-verðlaunin og fyrstu verðlaun á alþjóðlegu New York Festival auglýsingaverðlaunahátíðinni. Hönnun Kristjönu hefur vakið mikla athygli. Verkin eru af ýmsu tagi, meðal annars hefur hún hannað fatnað, heimilisvöru og efni þar sem grafík hennar er í aðalhlutverki. Einnig hnattlíkön, veggfóður, vegglistaverk og húsgögn. Fjallað hefur verið um hönnun hennar í mörgum helstu hönnunartímaritum heims. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum stórum sýningum, nú síðast London Design Festival sem haldin var í september.Kristjana S. WilliamsVinnur að barnabók Það er nóg að gera hjá Kristjönu. Ásamt því að vera að stækka vinnuaðstöðu sína þá er hún meðal annars að vinna að nýrri barnabók. „Bókin verður listaverk með stórum myndum. Þetta verður barnabók en líka fyrir fullorðna. Þetta verður svona bók sem er meira en bók og gaman að eiga,“ segir hún. Listakonan hefur búið í London undanfarna tvo áratugi en segir hugann vera farinn að sækja heim. „Fyrst eftir að ég flutti út lagði ég mikið í að vinna með dýr og framandi landslag sem mér fannst vanta á Íslandi. Nú er ég farin að sækja aðeins aftur heim og farin að vinna meira með þessa skandinavísku liti. Í næsta verkefni mínu mun ég sækja mikið heim til Íslands.“Hönnunin til á Íslandi Þrátt fyrir að Kristjana hafi lítið verið á Íslandi síðustu ár þá er hönnun hennar þó fáanleg hér á landi í Kiosk á Laugavegi. „Það hefur verið gaman að fá að taka þátt í því ævintýri og gott að vera með annan fótinn heima á Íslandi,“ segir hún að lokum. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þetta er búið að vera dálítið brjálað ár en mjög skemmtilegt,“ segir Kristjana Williams, listamaður og hönnuður, sem á dögunum fékk H Club 100 verðlaunin. Þar var hún meðal þeirra tíu efstu sem verðlaunaðir voru en árlega eru valdir þeir sem eru taldir skara fram úr í hinum skapandi iðnaði í Bretlandi.Rak verslun í átta ár Kristjana útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Central St Martin's fyrir um áratug. Eftir útskrift opnaði hún búðina Beyond The Valley í London sem seldi list eftir ýmsa listamenn. Búðin gekk vel og rak hún hana í átta ár.„Eftir útskrift vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að gera þannig að ég opnaði þessa búð. Það var ótrúlega gaman og hún gekk mjög vel. Ég náði hins vegar mjög lítið að einbeita mér að minni eigin list. Árið 2011 þegar ég var ólétt af öðru barninu mínu þá hugsaði ég með mér að mig langaði að koma meira af þessum hugmyndum mínum út og fá bara að einbeita mér að listinni,“ segir hún.Margverðlaunuð Í kjölfarið stofnaði Kristjana eigin vinnustofu sem ber nafnið KSW Studio og hefur vaxið hratt síðan. Hún sér ekki eftir því enda hafa síðustu ár verið ævintýraleg og nú hefur hún fjóra aðila hjá sér í fullri vinnu. Hún hefur fengið fjölda verðlauna; meðal annars Clio-verðlaunin og fyrstu verðlaun á alþjóðlegu New York Festival auglýsingaverðlaunahátíðinni. Hönnun Kristjönu hefur vakið mikla athygli. Verkin eru af ýmsu tagi, meðal annars hefur hún hannað fatnað, heimilisvöru og efni þar sem grafík hennar er í aðalhlutverki. Einnig hnattlíkön, veggfóður, vegglistaverk og húsgögn. Fjallað hefur verið um hönnun hennar í mörgum helstu hönnunartímaritum heims. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum stórum sýningum, nú síðast London Design Festival sem haldin var í september.Kristjana S. WilliamsVinnur að barnabók Það er nóg að gera hjá Kristjönu. Ásamt því að vera að stækka vinnuaðstöðu sína þá er hún meðal annars að vinna að nýrri barnabók. „Bókin verður listaverk með stórum myndum. Þetta verður barnabók en líka fyrir fullorðna. Þetta verður svona bók sem er meira en bók og gaman að eiga,“ segir hún. Listakonan hefur búið í London undanfarna tvo áratugi en segir hugann vera farinn að sækja heim. „Fyrst eftir að ég flutti út lagði ég mikið í að vinna með dýr og framandi landslag sem mér fannst vanta á Íslandi. Nú er ég farin að sækja aðeins aftur heim og farin að vinna meira með þessa skandinavísku liti. Í næsta verkefni mínu mun ég sækja mikið heim til Íslands.“Hönnunin til á Íslandi Þrátt fyrir að Kristjana hafi lítið verið á Íslandi síðustu ár þá er hönnun hennar þó fáanleg hér á landi í Kiosk á Laugavegi. „Það hefur verið gaman að fá að taka þátt í því ævintýri og gott að vera með annan fótinn heima á Íslandi,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira