Tvö hundruð manna uppfærsla á Don Carlo 17. október 2014 13:30 Margir af okkar bestu söngvurum stíga á svið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo. Mynd/Íslenska óperan Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira