Ekkert annað en Persaflóinn í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2014 09:15 Heimir Hallgrímsson sagði að hægt væri að búa til næstum fjögur lið úr þeim hópi Íslendinga sem spila á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira