Skuldaniðurfærslan útskýrð á 90 sekúndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 07:36 Skuldaniðurfærslan var eitt helsta loforð Framsóknar fyrir síðustu kosningar. Framkvæmd hennar var forsenda ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk. Vísir / GVA Skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar kemur til framkvæmda um áramótin. Allir þeir sem skulduðu verðtryggt fasteignaveðlán vegna heimilis gátu sótt um að lánin yrðu færð niður. Rúmlega 105 þúsund einstaklingar sóttu um og búið er að reikna út niðurstöðu rúmlega 90 þúsund einstaklinga. Einhverjir af þeim sem sóttu um koma ekki til með að fá niðurfærslu á skuldum sínum. Er það vegna nokkurra mismunandi þátta. Uppfylla þarf skilyrði til að geta fengið niðurfærsluna og allar aðrar aðgerðir stjórnvalda til skuldalækkunar koma til frádráttar. Ekki á að bæta það sem áður hefur verið fellt niður eða greitt inn á með sérstökum greiðslum.Þeir sem sóttu um geta skoðað útreikninga á sinni umsókn hér. Tilgangur aðgerðanna eru til að bæta þeim sem tóku verðtryggð fasteignalán verðbólguskot í kringum bankahrunið 2008. Talað hefur verið um forsendubrest í því samhengi. Það orð er þó hvergi að finna í lögum um skuldaniðurfærsluna. Lögin skilgreina ekki hversu mörg prósentustig verðbólgu teljast til forsendubrestsins. Með beinum aðgerðum eru þó lán færð niður sem nemur verðbólgu umfram 5,8 prósent. Og með óbeinum aðgerðum, það er skattaívilnunum vegna séreignalífeyrissparnaðar, bætir aðgerðin verðbólgu umfram 4 prósent. Umfang aðgerðarinnar nemur 80 milljörðum króna sem fara beint í niðurfærslur á lánum einstaklinga. Stjórnvöld reikna svo með því að gefa eftir um 20 milljarða í skatta á séreignalífeyrissparnað sem fólki er nú heimilt að ráðstafa inn á höfuðstól fasteignalána. Aðgerðirnar eru fjármagnaðar með framlagi úr ríkissjóði. Þær hafa hinsvegar verið settar í beint samhengi við aukna skattheimtu á fjármálastofnanir; bæði þær sem enn eru starfandi og þær sem eru í slitameðferð. Ekki ríkir sátt um bankaskattinn og hefur slitabú Glitnis ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu til að fá úr því skorið hvort skattheimtan standist lög. Til stóð að fjármagna aðgerðirnar á fjórum árum, með 20 milljarða framlagi í senn, en nú hefur því verið hraðað. Nú á að nota 40 milljarða í aðgerðirnar í ár, 20 milljarða á næsta ári og svo 20 milljarða árið 2016. Eftir það á fjármögnun beinna aðgerða ríkissjóðs vegna aðgerðanna að vera lokið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að hraðari fjármögnun spari sjö milljarða króna vaxtakostnað. Ástæðan fyrir því sem hægt var að hraða fjármögnuninni er aukinn rekstrarafgangur ríkissjóðs. Sá afgangur skýrist að stærstum hluta á auknum arðgreiðslum frá Landsbankanum og seðlabankanum. Alþingi Tengdar fréttir Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32 Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16 Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. 11. nóvember 2014 19:45 Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42 Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Katrín Jakobsdóttir vill ítarleg svör um skuldaniðurfærsluna 11. nóvember 2014 15:44 Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00 Tryggvi Þór skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar „Ég geri engar athugasemdir við þennan málflutning hjá honum Guðmundi. Ég sé alveg úr hvaða átt hann er að koma,“ sagði hann á Bylgjunni í morgun. 11. nóvember 2014 12:23 Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Niðurstöður skuldaleiðréttingar voru kynntar í Hörpu í gær. Ekki er ljóst hve mörgum umsóknum var hafnað. 11. nóvember 2014 07:00 6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Leiðrétting á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána var kynnt í gær. Tíu prósent umsókna óafgreidd. Forsætisráðherra segir niðurstöðurnar uppfylla öll fyrirheit en formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðina nýtast þeim best sem eigi mest. 11. nóvember 2014 07:00 62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Vel gekk hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra að þjónusta þá sem fengu leiðréttingu á húsnæðislánum sínum frá ríkisstjórninni í gær. Metfjöldi heimsótti heimasíðu aðgerðanna. Hart var tekist á um aðgerðirnar á þingi. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar kemur til framkvæmda um áramótin. Allir þeir sem skulduðu verðtryggt fasteignaveðlán vegna heimilis gátu sótt um að lánin yrðu færð niður. Rúmlega 105 þúsund einstaklingar sóttu um og búið er að reikna út niðurstöðu rúmlega 90 þúsund einstaklinga. Einhverjir af þeim sem sóttu um koma ekki til með að fá niðurfærslu á skuldum sínum. Er það vegna nokkurra mismunandi þátta. Uppfylla þarf skilyrði til að geta fengið niðurfærsluna og allar aðrar aðgerðir stjórnvalda til skuldalækkunar koma til frádráttar. Ekki á að bæta það sem áður hefur verið fellt niður eða greitt inn á með sérstökum greiðslum.Þeir sem sóttu um geta skoðað útreikninga á sinni umsókn hér. Tilgangur aðgerðanna eru til að bæta þeim sem tóku verðtryggð fasteignalán verðbólguskot í kringum bankahrunið 2008. Talað hefur verið um forsendubrest í því samhengi. Það orð er þó hvergi að finna í lögum um skuldaniðurfærsluna. Lögin skilgreina ekki hversu mörg prósentustig verðbólgu teljast til forsendubrestsins. Með beinum aðgerðum eru þó lán færð niður sem nemur verðbólgu umfram 5,8 prósent. Og með óbeinum aðgerðum, það er skattaívilnunum vegna séreignalífeyrissparnaðar, bætir aðgerðin verðbólgu umfram 4 prósent. Umfang aðgerðarinnar nemur 80 milljörðum króna sem fara beint í niðurfærslur á lánum einstaklinga. Stjórnvöld reikna svo með því að gefa eftir um 20 milljarða í skatta á séreignalífeyrissparnað sem fólki er nú heimilt að ráðstafa inn á höfuðstól fasteignalána. Aðgerðirnar eru fjármagnaðar með framlagi úr ríkissjóði. Þær hafa hinsvegar verið settar í beint samhengi við aukna skattheimtu á fjármálastofnanir; bæði þær sem enn eru starfandi og þær sem eru í slitameðferð. Ekki ríkir sátt um bankaskattinn og hefur slitabú Glitnis ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu til að fá úr því skorið hvort skattheimtan standist lög. Til stóð að fjármagna aðgerðirnar á fjórum árum, með 20 milljarða framlagi í senn, en nú hefur því verið hraðað. Nú á að nota 40 milljarða í aðgerðirnar í ár, 20 milljarða á næsta ári og svo 20 milljarða árið 2016. Eftir það á fjármögnun beinna aðgerða ríkissjóðs vegna aðgerðanna að vera lokið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að hraðari fjármögnun spari sjö milljarða króna vaxtakostnað. Ástæðan fyrir því sem hægt var að hraða fjármögnuninni er aukinn rekstrarafgangur ríkissjóðs. Sá afgangur skýrist að stærstum hluta á auknum arðgreiðslum frá Landsbankanum og seðlabankanum.
Alþingi Tengdar fréttir Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32 Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16 Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. 11. nóvember 2014 19:45 Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42 Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Katrín Jakobsdóttir vill ítarleg svör um skuldaniðurfærsluna 11. nóvember 2014 15:44 Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00 Tryggvi Þór skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar „Ég geri engar athugasemdir við þennan málflutning hjá honum Guðmundi. Ég sé alveg úr hvaða átt hann er að koma,“ sagði hann á Bylgjunni í morgun. 11. nóvember 2014 12:23 Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Niðurstöður skuldaleiðréttingar voru kynntar í Hörpu í gær. Ekki er ljóst hve mörgum umsóknum var hafnað. 11. nóvember 2014 07:00 6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Leiðrétting á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána var kynnt í gær. Tíu prósent umsókna óafgreidd. Forsætisráðherra segir niðurstöðurnar uppfylla öll fyrirheit en formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðina nýtast þeim best sem eigi mest. 11. nóvember 2014 07:00 62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Vel gekk hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra að þjónusta þá sem fengu leiðréttingu á húsnæðislánum sínum frá ríkisstjórninni í gær. Metfjöldi heimsótti heimasíðu aðgerðanna. Hart var tekist á um aðgerðirnar á þingi. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32
Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16
Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. 11. nóvember 2014 19:45
Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42
Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Katrín Jakobsdóttir vill ítarleg svör um skuldaniðurfærsluna 11. nóvember 2014 15:44
Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00
Tryggvi Þór skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar „Ég geri engar athugasemdir við þennan málflutning hjá honum Guðmundi. Ég sé alveg úr hvaða átt hann er að koma,“ sagði hann á Bylgjunni í morgun. 11. nóvember 2014 12:23
Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Niðurstöður skuldaleiðréttingar voru kynntar í Hörpu í gær. Ekki er ljóst hve mörgum umsóknum var hafnað. 11. nóvember 2014 07:00
6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Leiðrétting á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána var kynnt í gær. Tíu prósent umsókna óafgreidd. Forsætisráðherra segir niðurstöðurnar uppfylla öll fyrirheit en formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðina nýtast þeim best sem eigi mest. 11. nóvember 2014 07:00
62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Vel gekk hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra að þjónusta þá sem fengu leiðréttingu á húsnæðislánum sínum frá ríkisstjórninni í gær. Metfjöldi heimsótti heimasíðu aðgerðanna. Hart var tekist á um aðgerðirnar á þingi. 12. nóvember 2014 07:00