Hjakkað í sama farinu Stjórnarmaðurinn skrifar 12. nóvember 2014 09:00 Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. Við þetta má svo bæta þeirri staðreynd að Ísland er enn fast í viðjum gjaldeyrishafta, með tilheyrandi skorti á fjárfestingakostum og furðulegum hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir eru nánast eini markverði þátttakandinn. Þetta eru ekki heilbrigðismerki á þjóð og þjóðfélagi, sem aldrei virðist geta rætt málin án þess að skipa sér í sveit og beina röddinni á háa c-ið. Vitandi hið fornkveðna um að hæst bylur í tómri tunnu, halda skynsamir menn og konur sig frekar til hlés en að hætta sér inn á hála braut þjóðfélagsumræðu á villigötum. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Skuldaleiðréttingin er holdgervingur þjóðfélags sem spólar fast, og stjórnmálalífs þar sem 180 gráða kúvending verður með hverjum stjórnarskiptum. Leiðréttingunni er ætlað að bæta tilteknum þjóðfélagshópi upp tap sem varð í atburðum sem urðu fyrir réttum sex árum. Áætlaður kostnaður sem fellur á ríkissjóð er 80 milljarðar króna, að viðbættum töpuðum skatttekjum upp á um 20 milljarða til viðbótar. Þetta er gert á sama tíma og menn virðast sammála um að heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Árið 2013 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála rúmlega 160 milljörðum króna. Þegar allt er talið felst um 100 milljarða reikningur stílaður á ríkissjóð í skuldaleiðréttingunni. Einungis brot af þeirri fjárhæð gæti skipt sköpum til frambúðar hvað heilbrigðiskerfið varðar. Menntamál og heilbrigðismál eru dæmi um fjárfestingu í nútíð og framtíð. Almennar skattalækkanir eru annað úrræði sem aflögufær ríkissjóður getur beitt til að rýmka andrými þegnanna og ýta undir vöxt. Þá er ekki minnst á landbúnaðarkerfi sem er bæði óhagkvæmt og heldur þeim sem styrkina þiggja í fátæktargildru. Hugaðri stjórnmálamenn hefðu staldrað við einhvern af þessum kostum. Skuldaleiðréttingin svokallaða er hins vegar retróspektív aðgerð sem nýtist bara sumum en er fjármögnuð af öllum. Þetta er ekki bara popúlísk aðgerð, heldur var hún einnig til þess fallin að skapa ástand óvissu og eftirvæntingar í hagkerfi sem fyrst og fremst þurfti á staðfestu og stöðugleika að halda. Skuldaleiðréttingin var óréttlát, óskynsamleg og allt of seint fram komin. Látum hér við sitja, og ekki orð um það meir. Það er kominn tími til að líta fram á veginn.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira