„Gúgglaður“ Hólmvíkingur bjargar þýskum ferðamönnum Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 20:17 Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson „Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira