„Gúgglaður“ Hólmvíkingur bjargar þýskum ferðamönnum Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 20:17 Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson „Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira