Innlent

Menntamálaráðherra og Magnús Geir saman í flugi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Illugi og Magnús ræddu um það hvernig er að vera pabbi.
Illugi og Magnús ræddu um það hvernig er að vera pabbi. VÍSIR/GVA
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að um fullkomna tilviljun sé að ræða að þeir Magnús Geir Þórðarson, einn umsækjandi um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, hafi lent hlið við hlið í sömu flugvél. En til þeirra sást saman í flugi á leið til Akureyrar í dag.

„Við erum ekki saman í ferð, flugfélagið ber ábyrgð á því hvers vegna við lentum hlið við hlið,“ segir Illugi sem er í ferð ásamt aðstoðarmanni sínum, vini og eiginkonum þeirra. Þau eru á leið í leikhús að sjá Gullna hliðið og jafnframt ætla þau að bregða sér á skíði.

VÍSIR/GVA
Illugi neitar því að umsókn Magnúsar Geirs hafi verið rædd en þeir hafi rætt um önnur mál. Þeir eiga báðir lítil börn og samræðurnar snérust að mestu um þau og hvernig það er að vera pabbi.

Hann segir jafnframt að hann sjái ekki um ráðningu útvarpsstjóra heldur sé það í höndum stjórnar RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×