Menning

Uppheimar lagðir niður

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kristján Kristjánsson ásamt kollegum.
Kristján Kristjánsson ásamt kollegum.
„Það liggur fyrir að Uppheimar hætti útgáfu,“ segir Kristján Kristjánsson, útgáfustjóri Uppheima í samtali við Vísi. „Það er ekkert flóknara en svo. Það er bara verið að slíta fyrirtækinu. Ég er búinn að sinna þessu í þrettán ár, og hef ákveðið að snúa mér að öðru. Það kom til greina að selja fyrirtækið, en bókaútgáfa á Íslandi er mjög erfið um þessar mundir, hvað svo sem aðrir hafa sagt,“ segir Kristján.  „Það er miður að fyrirtækið hætti útgáfu, því við erum búin að vera að gefa út alla þessa góðu höfunda,“ segir Kristján.

Kristján ætlar að snúa sér að ritstörfum. „Nú verða þáttaskil í lífi mínu. Það vill svo undarlega til að ég var starfandi rithöfundur áður en ég fór út í bókaútgáfu. Ég ætla að snúa mér aftur að ritstörfunum, en ég þarf þá að finna mér nýjan útgefanda,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×