Breiðholt er stærsta listasafn Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:05 Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Vegglistaverk Errós var í dag afhjúpað í Breiðholti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagði að því tilefni að nú væri Breiðholtið orðið að stærsta listasafni Íslands. Það er ekki algengt að listaverk sjáist bæjarfélaga á milli en þannig er það nú með nýjast verk listamannsins Erró sem hefur verið málað á gafl á blokk í Breiðholti. Að vísu sést ekki nema helmingurinn af listaverkinu, til að sjá restina þurfa áhugasamir að gera sér ferð í efra Breiðholt. Borgarráð ákvað á síðasta kjörtímabili að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er umrædd veggmynd hluti af því átaki. Mynd Errós var máluð gafl blokkarinnar sem stendur við Álftahóla fjögur til sex. Listamaðurinn segir að verkið sé ekkert verra þó það sjáist ekki í heild sinni nema maður standist nánast alveg upp við það. „Þvert á móti. Það er gaman að sjá bara part af veggnum langt í burtu og ef maður vill sjá meira verður maður að fara nálægt. Þú veist að málverk er eins og að keyra bíl. Þú ert í þriðja gír og þá er farið mjög hratt yfir allt saman, í öðrum gír er allt aðeins rólegra og í fyrsta gír sér maður smáatriðin,“ segir Erró.ErróErró er 82 ára og heiðursborgari Reykjavíkur. Verk eftir hann hafa verið sýnd út um allan heim og standa sum þeirra til frambúðar. Og þótt ótrúlegt megi virðast er verkið í Breiðholtinu ekki það umfangsmesta. „Stóri keramikveggurinn í Lissabon nálægt Art-hótelinu er 70 metra langur og 12 metra hár. Ég skreytti samkomusalinn í ráðhúsinu í Lille og það eru 400 metrar.“ Alls munu fimm stórar veggmyndir prýða húsveggi í Breiðholtinu auk nokkurra minni verka. Borgarstjórinn segir að Breiðholt hafi verið valið, meðal annar vegna þess að hverfið hefur oft verið látið mæta afgangi þegar að kemur að listum og menningu. „Við vildum fá nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar til þess að gera myndir hérna á þessa ofboðslega stóru veggi sem eru eitt af einkennum hverfisins. Þannig að það má eiginlega segja að við séum að eignast eitt stærsta listasafn landsins, Breiðholt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira