Formúla 1

Daniel Ricciardo vann í Kanada

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Ricciardo ók vel í dag og fangaði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1.
Daniel Ricciardo ók vel í dag og fangaði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1. Vísir/Getty
Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að vinna í ár.

Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes ökumennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vandamálið.



Massa ók aftan á Sergio Perez á síðasta hring og báðir enduðu á öryggisvegg og keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins.



Öryggisbíllinn kom út þegar Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring og lenti á liðsfélaga sínum Jules Bianchi. Marussia liðið sem náði í sín fyrstu stig í síðustu keppni, tóskt ekki að ljúka fyrsta hrignum í Kanada. Öryggisbíllinn kom svo inn aftur á 7. hring.

Massa og Perez lentu saman og sluppu með skrekkinn, en hraðinn var mikill og skemmdirnar miklar.Vísir/AFP
Vandamál Mercedes liðsins hófust á 37. hring. „Ég hef misst aflið, ég hef misst aflið,“ sagði Hamilton í talstöðina. Rosberg staðfesti svo sama vandamál skömmu seinna.

Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem myndast við hemlun í rafmang til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurnar ofhitnuðu í kjölfarið og það er afar óheppilegt á kappakstursbíl.

Felipe Massa varð á 45. hring fyrsti maðurinn fyrir utan Mercedes ökumennina til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Massa þurfti svo að taka annað þjónustuhlé sem olli því að hann tapaði fyrsta sætinu.

Mercedes virtist takast að laga bíl Rosberg því hann náði að halda fyrsta sætinu í dágóðan tíma. Hann stóðst þó ekki áhlaup Ricciardo á endasprettinum.

„Ótrúleg tilfinning“ sagði Ricciardo um sinn fyrsta sigur.

„Þetta var barátta í gegn, ég átti ekki góða ræsingu. Ég reyndi virkilega að berjast við Daniel en ég gat það ekki í lokin,“ sagði Rosberg.

„Fyrsti sigur Daniel svo til hamingju með það. Fyrsti sigur fyrir Renault vélar eftir þessar breytingar,“ sagði Vettel.







Niðurstaða keppninnar:

1. Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig

2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig

3. Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig

4. Jenson Button - McLaren - 12 stig

5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig

6. Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig

7. Valtteri Bottas - Williams - 6 stig

8. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 4 stig

9. Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig

10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig

11. Sergio Perez - Force India

12. Felipe Massa - Williams

13. Adrian Sutil - Sauber

14. Esteban Gutierrez - Sauber

Þessir duttu úr keppni:

Daniil Kvyat - Toro Rosso

Lewis Hamilton - Mercedes

Kamui Kobayashi - Caterham

Pastor Maldonado - Lotus

Marcus Ericsson - Caterham

Max Chilton - Marussia

Jules Bianchi - Marussia


Tengdar fréttir

Mercedes á meira inni

Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins.

Rosberg á ráspól í Kanada

Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir.

Alonso og Hamilton fljótastir

Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×