Ættingjar þeirra 239 einstaklinga sem fórust með malasísku farþegavélinni fyrir þremur mánuðum síðan hafa nú stofnað sjóð og er ætlunin að verja fimm milljón dollara í verðlaunafé, handa hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar um orsakir þess að vélin hvarf af ratsjám í mars síðastliðnum.
Fjölskyldur þeirra sem saknað er eru verulega ósáttar við framgöngu malasískra yfirvalda og annarra rannsakenda flugslyssins, og segjast ættingjar þess fullvissir að upplýsingum sé haldið vísvitandi frá þeim.
