Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - ÍBV 1-1 | Jöfnunarmark í uppbótartíma Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 1. júní 2014 13:49 Vísir/Stefán ÍBV þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla en liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Þór á Akureyri í dag.Brynjar Gauti Guðjónsson kom Eyjamönnum yfir á 38. mínútu með skalla en ÍBV varð fyrir áfalli stuttu síðar er Dean Martin fékk beint rautt spjald fyrir brot á Atla Jens Albertssyni. Svo virtist þó að ÍBV myndi ná að hanga á forystunni en Kristinn Þór Björnsson kom heimamönnum til bjargar er hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. ÍBV er því enn í neðsta sæti deildarinnar og er nú með tvö stig. Martraðabyrjun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með liðið heldur því áfram. Þór er með fjögur stig í tíunda sætinu og liðið hefur nú ekki tapað tveimur í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Fyrri hálfleikurinn var ekki ýkja mikið fyrir augað. Mikið var af hálf færum og hvorugt liðið náði að brjóta niður varnir hvors annars. Það var ekki fyrr en rétt fyrir hálfleik þegar Brynjar Gauti Guðjónsson stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arnari Braga Bergssyni og kom ÍBV yfir. Í kjölfarið fylgdi pressa á mark Þórs og var til að mynda varið á línu í eitt skipti. Staðan var 1-0 fyrir ÍBV í hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks dró til tíðinda þegar Dean Martin og Atli Jens Albertsson stukku saman upp í bolta. Atli Jens lá eftir og Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, rak Dean Martin út af með beint rautt spjald. Það vakti mikla kátínu meðal stuðningsmanna Þórs að sjá gamla KA-manninn rekinn út af á Þórs vellinum. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill en hvorugt liðið skapaði sér einhver færi. ÍBV sat til baka og vörðust vel en Þór náðu ekki að fá upp almennilegt spil hjá sér til að brjóta gestina niður og nýttu liðsmuninn ekki nægilega vel. Það var þó í uppbótartíma þegar Kristinn Þór Björnsson jafnaði metin fyrir Þór með góðum skalla í uppbótartíma og tryggði heimamönnum stig. Sigurður Ragnar: Erfitt að spila tíu á útivelliSigurður Ragnar, þjálfari ÍBV, var ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Liðið var þétt til baka og átti nokkur færi sem Sigurður var ánægður með en honum fannst að sínir menn hafi fengið tækifæri til að gera út um leikinn áður en Dean Martin var rekinn útaf rétt undir lok fyrri hálfleiks. „Mér fannst við spila ágætlega í dag. Við skoruðum gott mark og fengum séns einn á móti markmanni sem við nýttum illa og hefðum getað stútað þessum leik en Þórsararnir koma til baka. Vendipunkturinn í leiknum er þegar Dean Martin er rekinn útaf í fyrri hálfleik og það er alltaf erfitt að spila tíu á útivelli en mér fannst við berjast hetjulega í seinni hálfleiknum, það lá svolítið á okkur og Abel varði vel en því miður gátu þeir sett inn eitt mark," sagði Sigurður Ragnar eftir leik. Dean Martin spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV var rekinn útaf undir lok fyrri hálfleiks fyrir að gefa varnarmanni Þórs olnbogaskot. Sigurður segist vonast til þess að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun. „Dómarinn vill meina að hann hafi viljandi gefið leikmanni Þórs olnbogaskot í andlitið og Deano vill ekki meina það. Ég hlakka til að sjá þetta í sjónvarpinu og vona að þetta sé rétt hjá honum því hann fær borgað fyrir að ná þessum dómum rétt," sagði Sigurður. „Mér finnst Jonathan góður leikmaður og ég hef sagt það allan tíman. Hann hefur verið vaxandi í sínum leik. Hann var meiddur rétt fyrir mót og við vorum vissir um að hann yrði eftir á hinum hvað leikform varðar en hann er að vinna vel á og stóð sig vel í dag," sagði Sigurður þegar hann var spurður út í þá gagnrýni sem Jonathan Glenn framherji ÍBV hefur fengið í sumar. Páll Viðar: Svekktur að vinna ekki leikinn á heimavelliLeikurinn var jafn en mjög tíðindalítill. Páll segir að erfitt hafi reynst að brjóta niður varnir Eyjamanna en er hæst ánægður með þolinmæði sinna manna sem náðu mikilvægu marki í uppbótartíma leiksins. „Það var jafn fyrri hálfleikur, mikið af stöðubaráttu og slagsmálum í báðum teigunum. Heilt yfir er ég fúll að hafa þetta ekki öfugt í hálfleik en seinni hálfleikurinn var kúnst að komast í gegnum einum fleiri því þeir spiluðu þétta og aðgangsharða vörn. Hrós til Þórsara fyrir þolinmæðina og ná allavega þessu eina marki," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. Þórsarar voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn og reyndu hvað þeir gátu til að brjóta niður varnarmúr Eyjamanna sem lögðust til baka og vörðust vel. Mikil óánægja var á meðal leikmanna Þórs og áhorfenda yfir því hve hægt hlutirnir gerðust hjá gestunum sem virtist ekki liggja lífið á að koma boltanum strax í leik. „Það er alltaf svoleiðis þegar manni liggur á og er að tapa á heimavelli. Þá á maður sjá viðbrögð og það var mikið stopp hérna, sérstaklega síðasta korterið en við gáfumst þó ekki upp og fengum gott mark undir lokin," sagði Páll um hægagang gestanna. Þórsarar voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn og var Páll ekki ánægður með hve illa hans mönnum tókst að ná yfirhöndinni verandi manni fleiri. „Maður er auðvitað svekktur að vinna ekki leikinn á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og spilaðist þá eru kannski ekki margir möguleikar á að koma boltanum inn. Við fengum þó einhver nokkur færi - Ármann fékk dauðafæri hérna í lokinn og hann varði í tvo til þrjú skipti vel í markinu." „Það styttist alltaf með hverjum deginum," sagði Páll, léttur í bragði þegar hann var spurður út í hvort það væri ekki farið að styttast í að Chukwudi Chijindu, framherji Þórs, komi upp úr meiðslum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
ÍBV þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla en liðið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Þór á Akureyri í dag.Brynjar Gauti Guðjónsson kom Eyjamönnum yfir á 38. mínútu með skalla en ÍBV varð fyrir áfalli stuttu síðar er Dean Martin fékk beint rautt spjald fyrir brot á Atla Jens Albertssyni. Svo virtist þó að ÍBV myndi ná að hanga á forystunni en Kristinn Þór Björnsson kom heimamönnum til bjargar er hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. ÍBV er því enn í neðsta sæti deildarinnar og er nú með tvö stig. Martraðabyrjun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með liðið heldur því áfram. Þór er með fjögur stig í tíunda sætinu og liðið hefur nú ekki tapað tveimur í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Fyrri hálfleikurinn var ekki ýkja mikið fyrir augað. Mikið var af hálf færum og hvorugt liðið náði að brjóta niður varnir hvors annars. Það var ekki fyrr en rétt fyrir hálfleik þegar Brynjar Gauti Guðjónsson stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arnari Braga Bergssyni og kom ÍBV yfir. Í kjölfarið fylgdi pressa á mark Þórs og var til að mynda varið á línu í eitt skipti. Staðan var 1-0 fyrir ÍBV í hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks dró til tíðinda þegar Dean Martin og Atli Jens Albertsson stukku saman upp í bolta. Atli Jens lá eftir og Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, rak Dean Martin út af með beint rautt spjald. Það vakti mikla kátínu meðal stuðningsmanna Þórs að sjá gamla KA-manninn rekinn út af á Þórs vellinum. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill en hvorugt liðið skapaði sér einhver færi. ÍBV sat til baka og vörðust vel en Þór náðu ekki að fá upp almennilegt spil hjá sér til að brjóta gestina niður og nýttu liðsmuninn ekki nægilega vel. Það var þó í uppbótartíma þegar Kristinn Þór Björnsson jafnaði metin fyrir Þór með góðum skalla í uppbótartíma og tryggði heimamönnum stig. Sigurður Ragnar: Erfitt að spila tíu á útivelliSigurður Ragnar, þjálfari ÍBV, var ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Liðið var þétt til baka og átti nokkur færi sem Sigurður var ánægður með en honum fannst að sínir menn hafi fengið tækifæri til að gera út um leikinn áður en Dean Martin var rekinn útaf rétt undir lok fyrri hálfleiks. „Mér fannst við spila ágætlega í dag. Við skoruðum gott mark og fengum séns einn á móti markmanni sem við nýttum illa og hefðum getað stútað þessum leik en Þórsararnir koma til baka. Vendipunkturinn í leiknum er þegar Dean Martin er rekinn útaf í fyrri hálfleik og það er alltaf erfitt að spila tíu á útivelli en mér fannst við berjast hetjulega í seinni hálfleiknum, það lá svolítið á okkur og Abel varði vel en því miður gátu þeir sett inn eitt mark," sagði Sigurður Ragnar eftir leik. Dean Martin spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV var rekinn útaf undir lok fyrri hálfleiks fyrir að gefa varnarmanni Þórs olnbogaskot. Sigurður segist vonast til þess að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun. „Dómarinn vill meina að hann hafi viljandi gefið leikmanni Þórs olnbogaskot í andlitið og Deano vill ekki meina það. Ég hlakka til að sjá þetta í sjónvarpinu og vona að þetta sé rétt hjá honum því hann fær borgað fyrir að ná þessum dómum rétt," sagði Sigurður. „Mér finnst Jonathan góður leikmaður og ég hef sagt það allan tíman. Hann hefur verið vaxandi í sínum leik. Hann var meiddur rétt fyrir mót og við vorum vissir um að hann yrði eftir á hinum hvað leikform varðar en hann er að vinna vel á og stóð sig vel í dag," sagði Sigurður þegar hann var spurður út í þá gagnrýni sem Jonathan Glenn framherji ÍBV hefur fengið í sumar. Páll Viðar: Svekktur að vinna ekki leikinn á heimavelliLeikurinn var jafn en mjög tíðindalítill. Páll segir að erfitt hafi reynst að brjóta niður varnir Eyjamanna en er hæst ánægður með þolinmæði sinna manna sem náðu mikilvægu marki í uppbótartíma leiksins. „Það var jafn fyrri hálfleikur, mikið af stöðubaráttu og slagsmálum í báðum teigunum. Heilt yfir er ég fúll að hafa þetta ekki öfugt í hálfleik en seinni hálfleikurinn var kúnst að komast í gegnum einum fleiri því þeir spiluðu þétta og aðgangsharða vörn. Hrós til Þórsara fyrir þolinmæðina og ná allavega þessu eina marki," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. Þórsarar voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn og reyndu hvað þeir gátu til að brjóta niður varnarmúr Eyjamanna sem lögðust til baka og vörðust vel. Mikil óánægja var á meðal leikmanna Þórs og áhorfenda yfir því hve hægt hlutirnir gerðust hjá gestunum sem virtist ekki liggja lífið á að koma boltanum strax í leik. „Það er alltaf svoleiðis þegar manni liggur á og er að tapa á heimavelli. Þá á maður sjá viðbrögð og það var mikið stopp hérna, sérstaklega síðasta korterið en við gáfumst þó ekki upp og fengum gott mark undir lokin," sagði Páll um hægagang gestanna. Þórsarar voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn og var Páll ekki ánægður með hve illa hans mönnum tókst að ná yfirhöndinni verandi manni fleiri. „Maður er auðvitað svekktur að vinna ekki leikinn á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og spilaðist þá eru kannski ekki margir möguleikar á að koma boltanum inn. Við fengum þó einhver nokkur færi - Ármann fékk dauðafæri hérna í lokinn og hann varði í tvo til þrjú skipti vel í markinu." „Það styttist alltaf með hverjum deginum," sagði Páll, léttur í bragði þegar hann var spurður út í hvort það væri ekki farið að styttast í að Chukwudi Chijindu, framherji Þórs, komi upp úr meiðslum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira