Hraunið nú rúmir sex ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2014 21:04 Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Vísir/Egill „Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Bárðarbunga Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
„Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Bárðarbunga Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira