Enski boltinn

Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins

Jordon Ibe var sprækur í leiknum.
Jordon Ibe var sprækur í leiknum. Vísir/Getty
Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins 2-1 gegn danska liðinu Bröndby í æfingaleik í Danmörku í dag. 

Leikurinn var hluti af félagsskiptum Daniel Agger sem lék 45 mínútur í dag en þegar danski varnarmaðurinn gekk til liðs við Liverpool fyrir átta árum sömdu félögin um að leika æfingarleik einn daginn.

Christian Norgaard kom Bröndby yfir í fyrri hálfleik með fallegu skoti eftir mistök Suso og leiddi danska liðið 1-0 í hálfleik.

Kristoffer Peterson jafnaði fyrir Liverpool á upphafsmínútum seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Jordon Ibe en danska liðið stal sigrinum á lokamínútum leiksins. Þar var að verki Ferhan Hasani eftir góðan sprett.

Í lið Liverpool vantaði flestar af stjörnum félagsins en liðið fer nú aftur heim til Englands þar sem liðið leikur æfingarleik gegn Preston North End um helgina. Þar gætu leikmenn á borð við Rickie Lambert, Emre Can og Lazar Markovic leikið fyrsta leik sinn fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×