Af hverju ættir þú að kjósa Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir og Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 31. maí 2014 14:18 Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar