Fótbolti

Heimsmeistararnir klárir með hópinn sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Del Bosque er klár í titilvörnina
Del Bosque er klár í titilvörnina vísir/getty
Vicente del Bosque tilkynnti leikmannahóp heimsmeistara Spánar í dag fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar.

Spánn mun freista þess að vinna fjórða stórmótið í röð í sumar og fer Del Bosque með mjög sterkt lið þó öflugir leikmenn verði að sætta sig við að sitja heima.

Spánn á að skipa mjög stórum hópi góðra knattspyrnumanna og því var alltaf ljóst að stór nöfn þyrftu að sætta sig við að horfa á mótið úr fjarlægð.

Meðal þeirra eru Alvaro Negredo og Jesus Navas, leikmenn Manchester City. Fernando Llorente framherji Juventus er ekki heldur valinn en Diego Costa fær að sýna snilli sína í Brasilíu í hans stað.

Costa valdi spænska landsliðið fram yfir það brasilíska í vetur en óttast var að meiðsli kæmu í veg fyrir að hann gæti farið með Spáni tl fæðingalands síns.

Góð frammistaða Fernando Torres gegn Bóluvíu í gær er talin hafa tryggt honum farseðilinn til Brasilíu.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Iker Casillas, Pepe Reina, David de Gea

Varnarmenn: Sergio Ramos, Gerard Pique, Raul Albiol, Javi Martinez, Jordi Alba, Cesar Azpilicueta, Juanfran Torres

Miðjumenn: Koke, Xavi, Xabi Alonso, Andres Iniesta, Sergio Busquets, Cesc Fabregas, Santi Cazorla, Pedro Rodriguez, Juan Mata, David Silva

Sóknarmenn: Fernando Torres, David Villa, Diego Costa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×