Fyrir hverja er HPV-bólusetning? Kristján Oddsson skrifar 12. september 2014 07:00 HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar