Enski boltinn

Costa valinn leikmaður mánaðarins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diego Costa með verðlaunin.
Diego Costa með verðlaunin. Mynd/Twitter-síða ensku úrvalsdeildarinnar.
Diego Costa, framherji Chelsea og spænska landsliðsins, var valinn leikmaður mánaðarins í ágústmánuði í ensku úrvalsdeildinni en valið var tilkynnt rétt í þessu.

Um er að ræða sannkallaða drauma byrjun hjá Costa en hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir félagið eftir að hafa gengið til liðs við Chelsea fyrr í sumar frá spænsku meisturunum í Atletico Madrid.

Gylfi Þór Sigurðsson var einnig tilnefndur til verðlaunanna í annað sinn en hann þurfti að horfa á eftir verðlaununum til Costa að þessu sinni.

Það fóru þó ein verðlaun til Swansea en Garry Monk, knattspyrnustjóri liðsins, var valinn stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Swansea situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Monk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×