Erlent

Krefjast þess að Kohver verði sleppt úr haldi Rússa

Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands og Eston Kohver árið 2010.
Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands og Eston Kohver árið 2010. vísir/afp
Evrópusambandið krefst þess að eistneskum lögreglumanni sem Rússar handtóku í síðustu viku fyrir njósnir verði sleppt úr haldi. Maðurinn hefur verið ákærður og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.

Mikil spenna hefur ríkt í Moskvu og Tallinn síðan málið kom upp fyrr í þessari viku og staðhæfa yfirvöld í Tallinn að rússneskir útsendarar hafi numið  lögreglumanninn Eston Kohver af eistnesku landi og flutt hann með sér yfir landamærin.

Yfirvöld í Moskvu fullyrða þó að Kohver hafi verið við njósnir í Rússlandi og að í fórum hans hafi fundist upptökutæki og fimm þúsund Evrur.

Talsmaður Evrópusambandsins lýsti í gærkvöld yfir þungum áhyggjum vegna meints brottnáms Kohvers hinn 5.september síðastliðinn.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×