Erlent

Stórbruni í Noregi - mikil sprengihætta

Norskir slökkviliðsmenn að störfum.
Norskir slökkviliðsmenn að störfum. Vísir/AFP
Fleiri hundruð íbúa norska bæjarins Steinkjer hafa þurft að yfirgefa heimilil sín en í nótt kom upp mikill eldur í iðnaðarhúsnæði í bænum, sem er í Nyrðri-Þrændalögum. Verið er að berjast við eldinn og hefur slökkviliðsstjórinn kallað eftir liðsauka frá nærliggjandi bæjarfélögum.

Mikil sprengjuhætta er talin stafa af efnum sem eru innandyra í húsinu sem logar nú stafnana á milli.. Því var ákveðið að rýma öll hús í áttahundruð metra radíus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×