Erlent

Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels

Malala Yousafzai.
Malala Yousafzai. Vísir/Getty
Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala að hún stefni á framtíð í stjórnmálum í heimalandi sínu og að vel komi til greina að gegna stöðu forsætisráðherra í framtíðinni.

Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að vígamenn Talíbana skutu hana í höfuðið árið 2012 þar sem hún hafði barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig.

Malala fékk verðlaunin í ár ásamt indverska baráttumanninum Kailash Satyarthi sem um árabil hefur barist gegn barnaþrælkun á Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×