Menning

Dansa í Taugum og Tímum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Íslenski dansflokkurinn í Tímum, dansverki Helenu Jónsdóttur.
Íslenski dansflokkurinn í Tímum, dansverki Helenu Jónsdóttur.
Íslenski dansflokkurinn er á förum til Óslóar að túlka verkið Tímar eftir Helenu Jónsdóttur í Óperuhúsinu á laugardaginn, 13. desember.

Flokkurinn er byrjaður að æfa fyrir næstu uppfærslu sem ber titilinn Taugar og þann 6. febrúar mun hann frumflytja nýtt verk eftir Grímuverðlaunahafann Sögu Sigurðardóttur á Nýja sviði Borgarleikhússins. Hallvarður Ásgeirsson samdi tónlistina við það.

Sama kvöld verður frumflutt nýtt verk eftir danshöfundinn og dansarann Karol Tyminski sem er pólskur og er talinn öflugur fulltrúi kynslóðar ungra listamanna. Verk hans Beep var álitið eitt róttækasta og mest spennandi verk sem sést hefur lengi á Impuls-danshátíðinni, stærstu danshátíð Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×