Margt breyst í Konukoti á 10 árum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. desember 2014 09:45 Borgarverðir sækja konurnar klukkan 10 á morgnana. Hér eru tvær þeirra að búast til ferðar. Fréttablaðið/GVA Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. Það er róleg og notaleg stemming inni í Konukoti þegar blaðamann ber að garði rétt fyrir níu á þriðjudagsmorgni. Óveður næturinnar er afstaðið og næturgestirnir að hafa sig til fyrir daginn. „Það var fámennt í nótt,“ segir Þórey Einarsdóttir, umsjónarkona næturathvarfsins. Þær Þórey og Kristín Helga hafa báðar starfað í Konukoti frá opnun þess. Þórey er umsjónarkona þess og Kristín verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán Það er heimilislegt um að litast inni í þessu 90 ára gamla húsi í Eskihlíðinni enda allt gert til þess að konunum líði sem best. Fjölmargir hafa lagt sitt af mörkum og eru flest húsgögnin og mikið af heimilismunum gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa viljað styrkja starfið. Margt hefur breyst á þeim tíu árum sem athvarfið hefur verið starfrækt. Gestum hefur farið fjölgandi á síðari árum og mest hafa verið sextán konur yfir nótt en rúm eru fyrir átta en alla jafna eru í kringum átta konur á nóttu. „Það er engum vísað frá,“ segir Hanna sem hefur unnið hér til margra ára. Sjálfboðaliðar skipa stóran sess í starfsemi Konukots en að jafnaði starfa þar 30-40 sjálfboðaliðar sem skipta með sér kvöldvöktum. Alltaf eru tveir starfsmenn á vakt. Sjálfboðaliðar eru yfirleitt á kvöldvöktum, síðan starfsfólk á næturvöktum og þar til kotið lokar klukkan 10 á morgnana. Inni í hlýlegri borðstofu er búið að leggja á borð morgunverð. Ung kona sest niður og fær sér morgunkorn. Hún staldrar stutt við og heldur af stað út í daginn. Önnur eldri fær sér sæti við borðið. Hún hefur verið hér í átján mánuði en segist vera að bíða eftir íbúð. Önnur kona á svipuðum aldri sest við borðið, sú hefur verið hér síðan í apríl og segist einnig vera bíða eftir íbúð. Þær ræða daginn og veginn meðan þær borða morgunverðinn og gera sig tilbúnar undir daginn. Borgarverðir koma að sækja þær klukkan tíu og keyra þær niður í bæ. Það er misjafnt hvernig þær eyða deginum. Sumar eru í Dagsetrinu, aðrar niðri í bæ og einhverjar hjá vinum. Síðan er kotið opnað aftur klukkan fimm og þá eru þær velkomnar inn á ný. Þá býðst þeim heitur kvöldmatur, þær geta farið í sturtu, geta þvegið af sér eða fengið ný föt. Flestar þeirra kvenna sem dvelja í Kotinu eiga við vímuefnavanda að stríða. Þær Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, og Þórey segja margt hafa breyst í starfinu eftir að þær fóru að vinna eftir aðferðafræði skaðaminnkandi nálgunar. Virðing er lykilorð í starfseminni.Heimilisleg stemming er í kotinu. Allt er gert til þess að konunum líði sem best. Fréttablaðið/Stefán „Árið 2009 breyttist þetta mikið. Við vorum farin að finna alls kyns fíkniefnaáhöld hér. Við tókum fyrir það, nú má ekki fara með óhrein áhöld inn í húsið. Þær sem eru í neyslu rétta okkur budduna sína þegar þær koma og við pössum upp á það,“ segir Þórey. „Við erum ekki að reyna segja þeim til en við reynum að hjálpa þeim eins og við getum. Þær fylgja reglum og með því að skapa öruggt umhverfi geta þær betur tekist á við lífið,“ segir Kristín. Úrræðum fyrir þann hóp sem nýtir sér Konukot hefur líka fjölgað mikið á þessum tíu árum. Til dæmis breytti það miklu þegar Borgarverðir komu til sögunnar og Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni sem sinnir heilsuvernd fyrir þennan hóp og sér m.a. um að útvega hreinar sprautur. Auk þess eru rekin úrræði yfir daginn sem voru ekki í boði þegar Konukot var sett á laggirnar. „Borgarverðir sækja þær á morgnana og það er minni kvíði sem fylgir því. Hér áður þurfti maður oft að skilja þær eftir á tröppunum í alls konar veðri og svo þurftu þær bara að koma sér niður í bæ,“ segir Þórey. „Það var stundum sem maður fór með alla hersinguna í strætó niður í bæ, það var ómögulegt að skilja þær eftir hér og við keyrðum svo í burtu,“ segir Þórey og í sama mund kemur niður stigann kona á fimmtugsaldri. „Hvað er að gerast hér?“ spyr konan og greiðir blautt hárið. Konan hefur verið reglulegur gestur hér alveg frá opnun Konukots en bíður þess nú að fá félagslega íbúð. „Hérna eru skórnir sem við fundum fyrir þig,“ segir Þórey og réttir henni fallega brúna kuldaskó með ullarsokkum í. „Þegar við fáum gefins föt þá reynum við að sigta inn eitthvað sem hentar hverri og einni. Við sáum þessa og vissum strax að þeir væru góðir fyrir hana. Það skiptir svo miklu máli að vera í góðum skóm,“ segir Þórey. Konan segir sögur af tónlistarferli sínum með miklum tilþrifum og segist óska sér að eiga eðlilegt líf þar sem hún geti farið að spila og syngja á ný.Rúmpláss er fyrir átta konur en stundum dvelja fleiri þar og engum er vísað frá. Fréttablaðið/StefánKonukot opnaði í byrjun þessa árs flóamarkað í sama húsnæði. Þar eiga konurnar kost á að velja sér föt og síðan er hitt selt og fer hagnaðurinn í að styrkja starfsemina. Það hefur mælst vel fyrir þar sem konurnar hafi úr meira úrvali að velja. Markaðurinn er opinn á laugardögum. Það er farið að birta úti og Borgarverðirnir eru mættir á stórum bíl að húsinu til að sækja konurnar. „Sjáumst á eftir,“ segir ein þeirra við starfskonurnar áður en hún gengur út í bílinn. Þær halda út í daginn og starfskonurnar ganga frá eftir vaktina. Í tilefni afmælisins verður opið hús í Konukoti í dag frá klukkan 14-16. Þar gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemina og auk þess verður flóamarkaðurinn opinn til klukkan 18. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. Það er róleg og notaleg stemming inni í Konukoti þegar blaðamann ber að garði rétt fyrir níu á þriðjudagsmorgni. Óveður næturinnar er afstaðið og næturgestirnir að hafa sig til fyrir daginn. „Það var fámennt í nótt,“ segir Þórey Einarsdóttir, umsjónarkona næturathvarfsins. Þær Þórey og Kristín Helga hafa báðar starfað í Konukoti frá opnun þess. Þórey er umsjónarkona þess og Kristín verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán Það er heimilislegt um að litast inni í þessu 90 ára gamla húsi í Eskihlíðinni enda allt gert til þess að konunum líði sem best. Fjölmargir hafa lagt sitt af mörkum og eru flest húsgögnin og mikið af heimilismunum gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa viljað styrkja starfið. Margt hefur breyst á þeim tíu árum sem athvarfið hefur verið starfrækt. Gestum hefur farið fjölgandi á síðari árum og mest hafa verið sextán konur yfir nótt en rúm eru fyrir átta en alla jafna eru í kringum átta konur á nóttu. „Það er engum vísað frá,“ segir Hanna sem hefur unnið hér til margra ára. Sjálfboðaliðar skipa stóran sess í starfsemi Konukots en að jafnaði starfa þar 30-40 sjálfboðaliðar sem skipta með sér kvöldvöktum. Alltaf eru tveir starfsmenn á vakt. Sjálfboðaliðar eru yfirleitt á kvöldvöktum, síðan starfsfólk á næturvöktum og þar til kotið lokar klukkan 10 á morgnana. Inni í hlýlegri borðstofu er búið að leggja á borð morgunverð. Ung kona sest niður og fær sér morgunkorn. Hún staldrar stutt við og heldur af stað út í daginn. Önnur eldri fær sér sæti við borðið. Hún hefur verið hér í átján mánuði en segist vera að bíða eftir íbúð. Önnur kona á svipuðum aldri sest við borðið, sú hefur verið hér síðan í apríl og segist einnig vera bíða eftir íbúð. Þær ræða daginn og veginn meðan þær borða morgunverðinn og gera sig tilbúnar undir daginn. Borgarverðir koma að sækja þær klukkan tíu og keyra þær niður í bæ. Það er misjafnt hvernig þær eyða deginum. Sumar eru í Dagsetrinu, aðrar niðri í bæ og einhverjar hjá vinum. Síðan er kotið opnað aftur klukkan fimm og þá eru þær velkomnar inn á ný. Þá býðst þeim heitur kvöldmatur, þær geta farið í sturtu, geta þvegið af sér eða fengið ný föt. Flestar þeirra kvenna sem dvelja í Kotinu eiga við vímuefnavanda að stríða. Þær Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, og Þórey segja margt hafa breyst í starfinu eftir að þær fóru að vinna eftir aðferðafræði skaðaminnkandi nálgunar. Virðing er lykilorð í starfseminni.Heimilisleg stemming er í kotinu. Allt er gert til þess að konunum líði sem best. Fréttablaðið/Stefán „Árið 2009 breyttist þetta mikið. Við vorum farin að finna alls kyns fíkniefnaáhöld hér. Við tókum fyrir það, nú má ekki fara með óhrein áhöld inn í húsið. Þær sem eru í neyslu rétta okkur budduna sína þegar þær koma og við pössum upp á það,“ segir Þórey. „Við erum ekki að reyna segja þeim til en við reynum að hjálpa þeim eins og við getum. Þær fylgja reglum og með því að skapa öruggt umhverfi geta þær betur tekist á við lífið,“ segir Kristín. Úrræðum fyrir þann hóp sem nýtir sér Konukot hefur líka fjölgað mikið á þessum tíu árum. Til dæmis breytti það miklu þegar Borgarverðir komu til sögunnar og Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni sem sinnir heilsuvernd fyrir þennan hóp og sér m.a. um að útvega hreinar sprautur. Auk þess eru rekin úrræði yfir daginn sem voru ekki í boði þegar Konukot var sett á laggirnar. „Borgarverðir sækja þær á morgnana og það er minni kvíði sem fylgir því. Hér áður þurfti maður oft að skilja þær eftir á tröppunum í alls konar veðri og svo þurftu þær bara að koma sér niður í bæ,“ segir Þórey. „Það var stundum sem maður fór með alla hersinguna í strætó niður í bæ, það var ómögulegt að skilja þær eftir hér og við keyrðum svo í burtu,“ segir Þórey og í sama mund kemur niður stigann kona á fimmtugsaldri. „Hvað er að gerast hér?“ spyr konan og greiðir blautt hárið. Konan hefur verið reglulegur gestur hér alveg frá opnun Konukots en bíður þess nú að fá félagslega íbúð. „Hérna eru skórnir sem við fundum fyrir þig,“ segir Þórey og réttir henni fallega brúna kuldaskó með ullarsokkum í. „Þegar við fáum gefins föt þá reynum við að sigta inn eitthvað sem hentar hverri og einni. Við sáum þessa og vissum strax að þeir væru góðir fyrir hana. Það skiptir svo miklu máli að vera í góðum skóm,“ segir Þórey. Konan segir sögur af tónlistarferli sínum með miklum tilþrifum og segist óska sér að eiga eðlilegt líf þar sem hún geti farið að spila og syngja á ný.Rúmpláss er fyrir átta konur en stundum dvelja fleiri þar og engum er vísað frá. Fréttablaðið/StefánKonukot opnaði í byrjun þessa árs flóamarkað í sama húsnæði. Þar eiga konurnar kost á að velja sér föt og síðan er hitt selt og fer hagnaðurinn í að styrkja starfsemina. Það hefur mælst vel fyrir þar sem konurnar hafi úr meira úrvali að velja. Markaðurinn er opinn á laugardögum. Það er farið að birta úti og Borgarverðirnir eru mættir á stórum bíl að húsinu til að sækja konurnar. „Sjáumst á eftir,“ segir ein þeirra við starfskonurnar áður en hún gengur út í bílinn. Þær halda út í daginn og starfskonurnar ganga frá eftir vaktina. Í tilefni afmælisins verður opið hús í Konukoti í dag frá klukkan 14-16. Þar gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemina og auk þess verður flóamarkaðurinn opinn til klukkan 18.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira