Gerrard: Tilfinningarnar flæddu vegna Hillsborough Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:45 Steven Gerrard með Hillsborough-merkismiðann. Vísir/Getty Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn. Gerrard felldi nokkur tár í leikslok áður en hann hóaði öllum sínum leikmönnum saman og hélt yfir þeim stutta þrumuræðu. „Þessi vika snýst alltaf um eitthvað annað en fótbolta fyrir fólkið tengt Liverpool. Ástæðan fyrir því að ég var svona tilfinningasamur eftir leikinn var vegna þess hvenær þessi leikur fór fram," sagði Steven Gerrard við BBC. Liverpool steig skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 24 ár með sigrinum á City og verður meistari með því að vinna fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Í dag eru liðin 25 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn í endastúkuna á vellinum. Tíu ára frændi Gerrard, Jon-Paul Gilhooley, var sá yngsti af þeim sem lést í troðningnum. Gerrard og aðrir leikmenn Liverpool verða meðal þeirra 24 þúsund manns sem taka þátt í árlegri minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough-slyssins sem byrjar 13.45 á Anfield í dag en klukkan 15.06 verður mínútuþögn eða á sama tíma og leikurinn var stöðvaður á Hillsborough. Vísir/Getty Vísir/Getty Enski boltinn Hillsborough-slysið Tengdar fréttir Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30 Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01 Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30 Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00 Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn. Gerrard felldi nokkur tár í leikslok áður en hann hóaði öllum sínum leikmönnum saman og hélt yfir þeim stutta þrumuræðu. „Þessi vika snýst alltaf um eitthvað annað en fótbolta fyrir fólkið tengt Liverpool. Ástæðan fyrir því að ég var svona tilfinningasamur eftir leikinn var vegna þess hvenær þessi leikur fór fram," sagði Steven Gerrard við BBC. Liverpool steig skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 24 ár með sigrinum á City og verður meistari með því að vinna fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Í dag eru liðin 25 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn í endastúkuna á vellinum. Tíu ára frændi Gerrard, Jon-Paul Gilhooley, var sá yngsti af þeim sem lést í troðningnum. Gerrard og aðrir leikmenn Liverpool verða meðal þeirra 24 þúsund manns sem taka þátt í árlegri minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough-slyssins sem byrjar 13.45 á Anfield í dag en klukkan 15.06 verður mínútuþögn eða á sama tíma og leikurinn var stöðvaður á Hillsborough. Vísir/Getty Vísir/Getty
Enski boltinn Hillsborough-slysið Tengdar fréttir Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30 Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01 Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30 Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00 Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30
Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01
Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30
Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00
Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45