Gjaldtaka á ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun