Menning

Fögur kórtónlist tengd aðventu og jólunum

Fyrri aðventutónleikar Schola cantorum eru í hádeginu í dag.
Fyrri aðventutónleikar Schola cantorum eru í hádeginu í dag. Mynd: Gunnar Freyr Steinsson
Kom þú, kom vor Immanúel er yfirskrift fyrri aðventutónleika Schola cantorum í desember, þar sem kórinn býður upp á fagra kórtónlist tengda aðventu og jólum. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í dag og hefjast klukkan 12 á hádegi.



Á efnisskránni er meðal annars Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J.S. Bach, aðventusálmar, jólasálmar eftir Hafliða Hallgrímsson og Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi og orgelleikari er Hörður Áskelsson og einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×