Menning

Tilbeiðsla og upphafning á ríki tilfinninganna

Kjarni nefnist verk Sigrúnar Hrólfsdóttur  í Listasafni Íslands.
Kjarni nefnist verk Sigrúnar Hrólfsdóttur í Listasafni Íslands.
„Ég virkja tilfinningarnar efnislega með einföldum hætti í Kjarna. Hendur draga mislita taubúta úr höfði manneskju og á andliti hennar birtast litir og mismunandi samsetningar.“ Þannig lýsir Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkona því sem fyrir augu ber á sýningu sem hún opnar á morgun í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins sem hefur unnið listaverk í marga miðla en eiga öll rætur í gjörningalist.

„Verkið Kjarni er barnsleg og einlæg tilbeiðsla og upphafning á ríki tilfinninganna. Ég fékk innblástur meðal annars frá hundrað ára gömlum málverkum Gabriele Munther og annarra þýskra expressjónista og líka myndefni úr heilaskanna,“ lýsir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×