Formúla 1

Mikil vinna framundan hjá Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Marco Mattiacci hefur þurft að læra hratt á tímabilinu. Hann hafði komið á 3 F1 keppnir áður en hann tók við.
Marco Mattiacci hefur þurft að læra hratt á tímabilinu. Hann hafði komið á 3 F1 keppnir áður en hann tók við. Vísir/Getty
Marco Mattiacci, liðsstjóri Ferrari segir að liðsins bíði mikil vinna. Liðið ætli sér aftur á toppinn en muni þurfa að hafa fyrir því.

Æfingarnar fyrir tímabilið leiddu í ljós að Ferrari vélina skorti afl til samanburðar við Mercedes vélina. Liðinu hefur ekki gegnið vel á tímabilinu.

Stefano Domenicali, fyrrum liðsstjóri sagði starfi sínu lausu og Marco Mattiacci tók við rétt fyrir kínverska kappaksturinn. Í vikunni tilkynnti Ferrari svo um brotthvarf yfirmanns véladeildarinnar, Luca Marmorini.

„Við þurfum að bæta bílinn allan. Það er ekki bara vélin eða bara loftflæðishönnunin eða bara undirvagninn. Það þarf að bæta liðið og bílinn og það er mikill vinna fyrir höndum. Ég er þess fullviss að liðsandinn sem við erum að byggja upp muni skila árangri, gæði fólksins og styrkur er mikill og ég trúi á áætlunina sem við erum að vinna eftir,“ sagði Mattiacci.

Ferrari hefur þegar hafið vinnu við bíl næsta árs, hugsanlega er liðið þegar hætt að huga að bótum á núverandi bíl.


Tengdar fréttir

Raikkonen: Ekki fleiri tilviljanakenndir snúningar

Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum.

Ísmaðurinn hefur verið óheppinn

Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað.

Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt

Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Ferrari hefur enn trú á Raikkonen

James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×