Erlent

Sjúkraflutningavél fórst í Túnis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi flugslyssins.
Frá vettvangi flugslyssins.
11 manns létust í morgun þegar flugvél brotlenti á akri í nótt nálægt Túnis, höfuðborg Túnis með þeim afleiðingum að allir innanborðs fórust.

Þeir sem létu lífið voru frá nágrannaríkinu Líbýu en flugvélin tók af stað frá Mitiga flugvellinum í Trípólí.

Abdelkader Mohammed Ahmed, samgöngumálaráðherra Líbýu, tjáði fréttamönnum í dag að vélin hafi verið sjúkraflutningavél með tvo sjúklinga innanborðs, lækni, hjúkrunarfræðing, fjóra áhafnarmeðlimi og þrjá til viðbótar sem fylgdu þeim sjúku.

Flugáhöfnin hafði tilkynnt flugumferðarstjórum á flugvellinum í Karþagó að kviknað hafði í hreyfli vélarinnar skömmu áður en sambandið slitnaði.

Verið er að rannsaka svarta kassa vélarinnar.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Businessweek. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×