Tveggja bíla árekstur varð á Breiðholtsbraut við Vatnsendahvarf nú í hádeginu. Einn var fluttur á slysadeild og er óljóst um meiðsl hans á þessum tíma.
Breiðholtsbraut var um tíma lokuð í báðar átti frá Jafnarseli að Selásbraut en búið er að opna fyrir umferð. Þá skemmdust umferðarljós í slysinu og er unnið að viðgerð á slysstað.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur
Elimar Hauksson skrifar
