Karlmenn í forystu fyrir kvennastéttir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 07:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Mynd/Stefán Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira