Fríar strætóferðir frá Ásbrú verða lagðar af Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:45 Leigjendur á Ásbrú munu frá áramótum ekki lengur eiga kost á fríum ferðum til og frá svæðinu líkt og boðið hefur verið upp á hingað til. Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira
Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira