Fríar strætóferðir frá Ásbrú verða lagðar af Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:45 Leigjendur á Ásbrú munu frá áramótum ekki lengur eiga kost á fríum ferðum til og frá svæðinu líkt og boðið hefur verið upp á hingað til. Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira