Fríar strætóferðir frá Ásbrú verða lagðar af Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:45 Leigjendur á Ásbrú munu frá áramótum ekki lengur eiga kost á fríum ferðum til og frá svæðinu líkt og boðið hefur verið upp á hingað til. Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira