Íslenski boltinn

Flóttinn mikli frá Fram: Heilt byrjunarlið farið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásgeir Marteinsson er farinn eins og tíu aðrir úr Safamýri.
Ásgeir Marteinsson er farinn eins og tíu aðrir úr Safamýri. vísir/vilhelm
Áfram halda menn að flýja úr Safamýrinni eftir að liðið féll úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Ásgeir Marteinsson, miðjumaðurinn efnilegi sem kom frá HK síðasta haust, er nú búinn að segja upp samningi sínum við Fram, en þetta kemur fram á 433.is.

Þessi tvítugi miðjumaður, sem kosinn var efnilegasti leikmaður 2. deildar í fyrra, spilaði þrettán leiki fyrir Fram í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk.

Ásgeir er sá ellefti sem yfirgefur Fram eftir tímabilið og er því heilt byrjunarlið farið auk þjálfarans Bjarna Guðjónssonar sem tók við KR.

Tólfti maðurinn er svo að reyna að losna, en eins og kom fram á Vísi í gær er Aron Bjarnason í verkfalli því hann vill komast til ÍBV.

Þessir eru farnir frá Fram síðan tímabilið endaði:

Hörður Fannar Björgvinsson í KR

Ósvald Jarl Traustason í Breiðablik

Arnþór Ari Atlason í Breiðablik

Guðmundur Magnússon án liðs

Jóhannes Karl Guðjónsson í Fylki

Viktor Bjarki Arnarsson án liðs

Aron Þórður Albertsson án liðs

Hafsteinn Briem án liðs

Benedikt Októ Bjarnason í ÍBV

Haukur Baldvinsson í Víking

Ásgeir Marteinsson án liðs


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×