Innlent

Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Nordal er nýr innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal er nýr innanríkisráðherra. Vísir/GVA
Ólöf Nordal mætti á Bessastaði fyrir skemmstu en ríkisráð er nú saman komið til fundar.

Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll í morgun.

Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu mætti Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki á ríkisráðsfundinn.

Úr gestabókinni á Bessastöðum.Visir/Jón Hákon Halldórsson
Vísir/GVA_Jón Hákon Halldórsson

Tengdar fréttir

Pétur Blöndal er vonsvikinn

„Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal.

Mætti ekki á ríkisráðsfund

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum.

„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×