Fótbolti

Stoltur af þátttöku Everton

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jagielka, Henderson, Welbeck og Baines.
Jagielka, Henderson, Welbeck og Baines. Vísir/Getty
Roberto Martinez er stoltur af því þrír leikmenn frá Everton séu í enska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu.

Leighton Baines og Phil Jagielka hafa fengið sinn skerf af gagnrýni sem hluti af varnarlínu enska liðsins á mótinu en Ross Barkley hefur fengið hrós fyrir spræka takta þegar hann kom af bekknum. Þá var John Stones einnig valinn í 30 manna hóp Englands fyrir mótið en komst ekki í 23 manna lokahópinn.

Barkley verður í byrjunarliði enska liðsins í leiknum gegn Kosta Ríka í dag en liðsfélagar hans hjá Everton byrja á bekknum.

„Frá okkar sjónarhorni erum við stolt af því að geta sent leikmenn frá Everton til þess að spila fyrir enska landsliðið. Vonandi getum við haldið áfram að framleiða góða enska leikmenn. Markmiðið er að hjálpa Barkley og Stones að þroskast sem leikmenn svo þeir geti orðið mikilvægir leikmenn fyrir Everton og enska landsliðið,“ sagði Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×