Fótbolti

Sýning hjá Kólumbíu gegn Japan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Cuadrado skoraði úr víti fyrir Kólumbíu í kvöld.
Juan Cuadrado skoraði úr víti fyrir Kólumbíu í kvöld. Vísir/Getty
Kólumbía sýndi allar sínar bestu hliðar í 4-1 stórsigri á Japan í lokaumferð C-riðils heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í kvöld.

Juan Cuadrado kom Kólumbíu yfir á 17. mínútu úr vítaspyrnu en Japanir jöfnuðu leikinn með marki Shinji Okazaki í uppbótartíma fyrri hálfleiks, 1-1.

Seinni hálfleikur var bara sýning af hálfu Kólumbíumanna og þá sérstaklega þeirra JacksonMartínez og JamesRodríguez.

Martínez skoraði næstu tvö mörk, bæði eftir stoðsendingar frá James, og James innsiglaði sigurinn svo sjálfur með fallegu marki á 89. mínútu.

Kólumbía vinnur riðilinn með fullt hús stiga og mætir Úrúgvæ á Maracana í 16 liða úrslitum 28. júní.

Leikurinn fer í sögubækurnar því undir lok hans skipti þjálfari Kólumbíu varamarkferðinum Faryd Mondragon inn á. Hann varð um leið elsti leikmaðurinn í sögu HM en hann er 43 ára gamall, tæpu ári eldri en Roger Milla sem átti metið.

Mondragon er sá eini sem tekið hefur þátt í sex undankeppnum en hann var aðalmarkvörður Kólumbíu á HM 1998 í Frakklandi. Hann er annar Kólumbíumaðurinn á eftir Carlos Valderrama til að taka þátt í úrslitakeppni HM fimm sinnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×