Menning

Þrír fjórðu verkanna seldust

Linda Blöndal skrifar
Mest var boðið í ljósmynd Matthew Barney: DRAWING RESTRAINT 9: Toya
2006
Mest var boðið í ljósmynd Matthew Barney: DRAWING RESTRAINT 9: Toya 2006
Stærstur hluti listaverkanna á uppboði Nýlistasafnsins seldust í dag en sjötíu verk eftir virta og landsþekkta listamenn voru í boði. Nýló vildi með þessu safna pening fyrir sýningarsal. Hæsta boðið fyrir einstakt verk var rúmlega ein milljón króna en það var ljósmynd eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney. Safnið fór með þessu nýja leið til að safna fjármagni fyrir nýjum sýningarsal.

Vilja leysa húsnæðisvanda

Nýlistasafnið er til húsa í Völvufelli í Breiðholti en safnið hefur verið í húsnæðisvanda undanfarin ár á leigumarkaði og leitar nú að sýningarsal til eignar. Umfangsmikið uppboð var haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Sjötíu verk eftir næstum jafn marga listamenn voru boðin upp. Þau voru gefin til uppboðsins, af listamönnum á borð við Rúrí, Matthew Barney, Ragnar Kjartansson, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Steingrím Eyfjörð, Sigurð Guðmundsson og Hallgrím Helgason.

Góð sala

Uppboðið hófst fyrr á vef Nýló en náði hámarki milli klukkan tvö og fjögur. Ekki fékkst uppgefið strax í dag hve miklu var safnað en nokkuð víst að nokkrar milljónir komu í kassann. Um þrír fjórðu verkanna seldust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.