Menning

Hönnunarsjóður Auroru styrkti sjö verkefni

Styrkhafar. Alls hlutu sjö verkefni styrk úr Hönnunarsjóði Auroru að þessu sinni.
Styrkhafar. Alls hlutu sjö verkefni styrk úr Hönnunarsjóði Auroru að þessu sinni. Mynd/Adriana Pacheco
Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fór fram fimmtudaginn 8. maí kl. 16 í húsnæði sjóðsins að Vonarstræti 4b. Sjö verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni og voru upphæðir styrkja á bilinu fimm milljónir til fimm hundruð þúsunda. Í þessari úthlutun var lögð sérstök áhersla á arkitektúr og öðru sinni var úthlutað til verkefnisins Hæg breytileg átt sem er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar og Hönnunarsjóður Auroru hefur sett af stað í samstarfi við fleiri aðila. Í tengslum við verkefnið er fyrirhuguð bæði ráðstefna og sýning á niðurstöðum þátttakenda.



Annað verkefni sem tengist arkitektúr er styrkur til útgáfu bókverks um arkitektinn Gunnlaug Halldórsson sem oft er nefndur sem fyrsti módernisti íslenskrar sjónlistasögu. Auk þess var veittur styrkur til hönnunar á námsgögnum fyrir tungumálanám, styrkur til markaðssetningar á áhugaverðri nýjung sem eru módel úr fiskibeinum og styrkur til markaðssóknar hjá ungu hönnunarfyrirtæki sem hannar og selur barnafatnað og hefur skapað sér áhugaverða sérstöðu. Nýútskrifaður mastersnemi í textílhönnun fær styrk til starfsnáms hjá hönnunarfyrirtæki í Þýskalandi. Hönnunarsjóður Auroru heldur auk þessa áfram stuðningi við Hönnunarmiðstöð Íslands vegna uppbyggingar HönnunarMars-hátíðarinnar og skrásetningar þess viðburðar.



Stefnt er að því að næsta úthlutun úr sjóðnum verði í nóvember næstkomandi. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 15. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×