Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 07:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir langt í land í deilu flugmanna og Icelandair. Vísir/Heiða Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira