„Anna og Fríða, vinkonur mínar í sveitinni, segja að þurrsjampó, ilmvatnið, eyelinerinn og alls konar naglalakk sé eitthvað sem ég sé aldrei án,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir sem rekur skemmtistaðinn Frón á Selfossi.
B&B krem
Ein besta uppfinning aldarinnar, gerir kraftaverk bæði á morgnana og áður en ég mæti til vinnu á kvöldin. Það er svo hentugt því mér hefur aldrei líkað að nota púður eða meik.

Ilmvatnið mitt er algert möst. Ég kvíði því þegar glasið klárast - því það er limited edition.

Þurrsjampó með kókoslykt frá Batiste Hárið mitt er fíngert og mér finnst það gefa fyllingu og verða auðveldara til að setja upp .

Eyelinerinn
Blautur H&M eyeliner Ég kaupi minnst tvo í einu. Ég hef þróað gríðarlega góða tækni og línan heppnast í hvert sinn.

Aldrei án slaufuhringsins og fisksins
Fiskurinn hennar Steinu frá Hring eftir Hring og lokkar og hringar af öllum gerðum eru ómissandi alla daga í vinnu og veislum.
