Ríkið fái auknar heimildir til að segja upp starfsfólki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Stjórnarþingmenn vilja breytingar á lögunum um opinbera starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira