Enski boltinn

Man City, Chelsea og Tottenham fóru öll áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lampard var á skotskónum í kvöld.
Lampard var á skotskónum í kvöld. Vísir/Getty
Sex leikir voru á dagskrá í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Manchester City sýndi B-deildar liði Sheffield Wednesday enga miskunn, en City, sem á titil að verja, vann 7-0. Frank Lampard og Edin Dzeko skoruðu tvö mörk hvor og þeir Jesús Navas, Yaya Touré og Pozo sitt markið hver.

Chelsea vann 2-1 sigur á Bolton á heimavelli með mörkum frá miðverðinum unga Kurt Zouma og Oscar. Matt Mills skoraði mark Bolton.

Tottenham vann 3-1 sigur á Nottingham Forest, toppliði Championship-deildarinnar.

Jorge Grant kom Forest yfir á 61. mínútu, en mörk frá Ryan Mason, Roberto Soldado og Harry Kane tryggðu Spurs farseðilinn í 4. umferð.

WBA hafði betur gegn Hull með þremur mörkum gegn tveimur. Brown Ideye, Gareth McAuley og Saido Berahino skoruðu mörk West Brom, en Tom Ince og Robbie Brady mörk Hull.

Þá skellti Brighton Burton með þremur mörkum gegn engu.

Framlenging stendur yfir í úrvalsdeildarslag Crystal Palace og Newcastle, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2.


Tengdar fréttir

Liverpool áfram eftir maraþonleik

Liverpool sló B-deildarlið Middlesbrough út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×