Erlent

Reynt að koma í veg fyrir að fjölgi í röðum IS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi öryggisráðsins í kvöld
Frá fundi öryggisráðsins í kvöld Vísir/Getty
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða bindandi ályktun sem kveður á um að aðildarríki komi í veg fyrir að ríkisborgarar gangi í raðir herskárra íslamista í Sýrlandi og Írak. BBC greinir frá. 

Mikið hefur verið um að ungt fólk alls staðar að úr heiminum gangi til liðs við IS, hryðjuverkahópinn sem nú stjórnar stórum svæðum í Írak og Sýrlandi með harðri hendi. Með ályktuninni vill öryggisráðið gera IS erfiðara fyrir að fjölga í liðssveitum sínum.

Bandaríkin lögðu ályktunina fram en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, stýrði fundi öryggisráðsins. Hann lagði áherslu á að þjóðir heims stæðu saman í baráttunni gegn IS hryðjuverkahópnum.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók undir með Obama og sagði að alþjóðasamfélagið yrði að berjast gegn eitraðri hugmyndafræði IS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×