Nálgumst Sturlu frá mörgum hliðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 10:15 "Sturla skrifaði ekki bara fyrir Íslendinga heldur skildu fleiri málið þá og Noregur og Ísland var samhangandi menningarsvæði,“ segir Guðrún Nordal. Fréttablaðið/Pjetur „Sturla Þórðarson tók virkan þátt í lífinu á sinni tíð og gegndi mörgum hlutverkum um ævina. Hann var rithöfundur og skáld, hann var höfðingi og hann var lögmaður. Það er stór ráðstefna að hefjast í dag um hann og öll hans helstu verk eins og Íslendingasögu í Sturlungu, Hákonarsögu, Sturlubók Landnámu og lögbókina Járnsíðu,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Sturla var fæddur 1214 og dó 1284 og var tengdur helstu persónum Sturlungaaldar. „Það sem er svo merkilegt er að Sturla skrifar söguna um Ísland, sem þátttakandi og samtímamaður, hann skrifar líka sögu Noregs svo hans túlkun litar sterkt skoðanir okkar á þessum tíma,“ bendir Guðrún á og segir ætlunina að nálgast Sturlu frá mörgum hliðum. „Við ætlum að fjalla um sögurnar sem hann skrifaði, konurnar í lífi hans, samtíma hans hér heima og veru hans í Noregi, þar var hann að skrifa ákveðin verk fyrir konunginn, Magnús lagabæti, og konan hans, Helga Þórðardóttir, fór með honum. Sturla skrifaði ekki bara fyrir Íslendinga heldur skildu fleiri málið þá og Noregur og Ísland var samhangandi menningarsvæði.“ Auk Árnastofnunar standa Háskóli Íslands og Óslóarháskóli fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Norræna húsinu. Byrjar klukkan 13 í dag og heldur áfram á morgun og laugardag. Guðrún segir fræðimenn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum verða þar auk Íslendinga. „Við erum að reyna að búa til samtal milli íslenskra og erlendra fræðimanna og þannig fáum við víða sýn. Þetta er alþjóðleg ráðstefna og fer fram á ensku.“ Spurð að síðustu hvort hún telji Sturlu hafa skrifað Njálu svarar Guðrún: „Við ætlum ekkert út í þá sálma en Einar Kárason, sem hefur haldið því fram, endar umræðurnar og Þorsteinn frá Hamri les svo ljóð eftir Sturlu í lokin. Þetta verður gaman.“ Guðrún segir alla sem hafa áhuga á verkum Sturlu, lífi og samtíma velkomna meðan húsrúm leyfi. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Sturla Þórðarson tók virkan þátt í lífinu á sinni tíð og gegndi mörgum hlutverkum um ævina. Hann var rithöfundur og skáld, hann var höfðingi og hann var lögmaður. Það er stór ráðstefna að hefjast í dag um hann og öll hans helstu verk eins og Íslendingasögu í Sturlungu, Hákonarsögu, Sturlubók Landnámu og lögbókina Járnsíðu,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Sturla var fæddur 1214 og dó 1284 og var tengdur helstu persónum Sturlungaaldar. „Það sem er svo merkilegt er að Sturla skrifar söguna um Ísland, sem þátttakandi og samtímamaður, hann skrifar líka sögu Noregs svo hans túlkun litar sterkt skoðanir okkar á þessum tíma,“ bendir Guðrún á og segir ætlunina að nálgast Sturlu frá mörgum hliðum. „Við ætlum að fjalla um sögurnar sem hann skrifaði, konurnar í lífi hans, samtíma hans hér heima og veru hans í Noregi, þar var hann að skrifa ákveðin verk fyrir konunginn, Magnús lagabæti, og konan hans, Helga Þórðardóttir, fór með honum. Sturla skrifaði ekki bara fyrir Íslendinga heldur skildu fleiri málið þá og Noregur og Ísland var samhangandi menningarsvæði.“ Auk Árnastofnunar standa Háskóli Íslands og Óslóarháskóli fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Norræna húsinu. Byrjar klukkan 13 í dag og heldur áfram á morgun og laugardag. Guðrún segir fræðimenn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum verða þar auk Íslendinga. „Við erum að reyna að búa til samtal milli íslenskra og erlendra fræðimanna og þannig fáum við víða sýn. Þetta er alþjóðleg ráðstefna og fer fram á ensku.“ Spurð að síðustu hvort hún telji Sturlu hafa skrifað Njálu svarar Guðrún: „Við ætlum ekkert út í þá sálma en Einar Kárason, sem hefur haldið því fram, endar umræðurnar og Þorsteinn frá Hamri les svo ljóð eftir Sturlu í lokin. Þetta verður gaman.“ Guðrún segir alla sem hafa áhuga á verkum Sturlu, lífi og samtíma velkomna meðan húsrúm leyfi.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira