Eins árs afmælisteiti verslunarinnar Suit við Skólavörðustíg verður haldið klukkan 20 í kvöld.
Verslunin opnaði í fyrrahaust og vakti strax mikla athygli fyrir glæsilega endurgerð á húsnæðinu við Skólavörðustíg 6, þar sem áður var rekinn spilatækjasalurinn Gullnáman.
Guðmundur Hallgrímsson og Ása Ninna Pétursdóttir reka Suit en þau eiga einnig verslunina GK í Bankastræti.
Mikið verður um dýrðir í versluninni og mæta eigendur Suit-merkisins frá Danmörku til landsins til að taka þátt í fögnuðinum. Bartónar hefja einnig upp raust sína, gefnir verða glaðningar og skópör frá Shoe the Bear í happdrætti.
Í tilefni afmælisins býður Suit viðskiptavinum sínum síðan upp á 20% afslátt fram á mánudag.
