Strákarnir í Áttunni á sjónvarpsstöðinni Bravó tóku nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík í skólaspjall í síðasta þætti.
Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað tónlistarmaðurinn heitni Elvis Presley hét fullu nafni og voru fáir sem vissu það.
Það voru hins vegar allir með á hreinu hver Vine-stjarnan Jerome Jarre er.
Nemendur voru einnig spurðir út í hvort þeir fylgdust með fréttum, sem var ekki raunin hjá flestum þeirra sem Áttan tók tali. Aðspurðir hvað þeir borguðu mikið í skatt stóð líka á svörunum.
Nemendur voru þó ekki í vafa um að útrásarvíkingar væru bara fínustu menn.
„Útrásarvíkingar eru algjörir snillingar,“ sagði einn nemandinn, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði og annar bætti við að þeir væru meistarar.
