Öflug hagsmunasamtök verða enn öflugri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:46 Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason. Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Sjá meira
Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason.
Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Sjá meira