Of fyndið til að móðgast Ugla Egilsdóttir skrifar 16. janúar 2014 10:15 Davíð Örn Halldórsson tekur á móti styrk frá Carnegie Art Awards. Mynd/ Bertil Enevåg Ericson. Í tilefni af því að hætt var við að fara með sýningu Carnegie Art Awards á flakk um Norðurlöndin verður listahópurinn A Kassen með gjörning í Kaupmannahöfn með endurgerðum kínverskra skiltamálara á verkum af Carnegie Art Award. Öllum þátttakendum í Carnegie Art Award verður boðið til Kaupmannahafnar. Davíð Örn Halldórsson var einn af þeim sem fengu verðlaun í keppni Carnegie. „Það er stór brandari hjá þeim að gagnrýna Carnegie-verðlaunin á þennan glettilega hátt fyrir að standa ekki við orð sín og fara með sýninguna til Kaupmannahafnar og Óslóar,“ segir Davíð Örn. „Það er eins og þeir séu að gera það besta úr því að sýningin hafi verið minni í sniðum en áætlað var. Þetta eru ekki þeirra eigin verk, og síðan láta þeir framleiða endurgerðirnar fyrir sig. Þetta er ranghali hugmynda um það hvað er orginal. Það á allt að vera svo orginal þegar maður talar um myndlist á sýningu á borð við Carnegie, og þeir eru svolítið að gera grín að því.“ A Kassen-hópurinn sendi ljósmyndir af öllum verkunum á sýningunni til Kína. „Þar endurgerðu kínverskir skiltamálarar allar myndirnar á sýningunni. Þessar endurgerðir verða á sýningu A Kassen í Kaupmannahöfn.“Þetta verk eftir Davíð heitir Wheel of Fortune.Öllum listamönnunum sem tóku þátt í sýningunni verður boðið út til Danmerkur. „A Kassen sér um að hýsa alla. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki bara vel í þetta. Þetta er of fyndið til að verða fúll. Annars er myndlist misheilög fyrir listamönnum. Ég veit ekki hvernig sölu á verkunum verður háttað, og hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ég er mjög spenntur og mér finnst gott hjá þeim að gera þetta.“ Sautján listamenn tóku þátt í Carnegie Art Awards, og verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Að auki var einn styrkur eyrnamerktur ungum listamanni. Davíð Örn hlaut þau verðlaun. Verðlaunaféð var 100 þúsund sænskar krónur, sem er um tvær milljónir íslenskra króna. A Kassen fékk þriðju verðlaun. „Þeir eru svolítið ungir og efnilegir. Þeir hafa sýnt hérna í Reykjavík í Kling og Bang og í Skaftfelli á Seyðisfirði.“ Menning Tengdar fréttir Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í tilefni af því að hætt var við að fara með sýningu Carnegie Art Awards á flakk um Norðurlöndin verður listahópurinn A Kassen með gjörning í Kaupmannahöfn með endurgerðum kínverskra skiltamálara á verkum af Carnegie Art Award. Öllum þátttakendum í Carnegie Art Award verður boðið til Kaupmannahafnar. Davíð Örn Halldórsson var einn af þeim sem fengu verðlaun í keppni Carnegie. „Það er stór brandari hjá þeim að gagnrýna Carnegie-verðlaunin á þennan glettilega hátt fyrir að standa ekki við orð sín og fara með sýninguna til Kaupmannahafnar og Óslóar,“ segir Davíð Örn. „Það er eins og þeir séu að gera það besta úr því að sýningin hafi verið minni í sniðum en áætlað var. Þetta eru ekki þeirra eigin verk, og síðan láta þeir framleiða endurgerðirnar fyrir sig. Þetta er ranghali hugmynda um það hvað er orginal. Það á allt að vera svo orginal þegar maður talar um myndlist á sýningu á borð við Carnegie, og þeir eru svolítið að gera grín að því.“ A Kassen-hópurinn sendi ljósmyndir af öllum verkunum á sýningunni til Kína. „Þar endurgerðu kínverskir skiltamálarar allar myndirnar á sýningunni. Þessar endurgerðir verða á sýningu A Kassen í Kaupmannahöfn.“Þetta verk eftir Davíð heitir Wheel of Fortune.Öllum listamönnunum sem tóku þátt í sýningunni verður boðið út til Danmerkur. „A Kassen sér um að hýsa alla. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki bara vel í þetta. Þetta er of fyndið til að verða fúll. Annars er myndlist misheilög fyrir listamönnum. Ég veit ekki hvernig sölu á verkunum verður háttað, og hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ég er mjög spenntur og mér finnst gott hjá þeim að gera þetta.“ Sautján listamenn tóku þátt í Carnegie Art Awards, og verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Að auki var einn styrkur eyrnamerktur ungum listamanni. Davíð Örn hlaut þau verðlaun. Verðlaunaféð var 100 þúsund sænskar krónur, sem er um tvær milljónir íslenskra króna. A Kassen fékk þriðju verðlaun. „Þeir eru svolítið ungir og efnilegir. Þeir hafa sýnt hérna í Reykjavík í Kling og Bang og í Skaftfelli á Seyðisfirði.“
Menning Tengdar fréttir Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp