Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2014 07:00 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis „Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira